Sigur í samkeppni - Bogi Þór Siguroddsson Vörunúmer: EH00401

Baukin laus -grár panta bókina- grár

Sigur í samkeppni er aðgengileg grunnbók um markaðsmál, skrifuð sérstaklega með hliðsjón af íslenskum aðstæðum. Bókin er kjörin fyrir þá sem vilja afla sér undirstöðuþekkingar og kynna sér hugsunarhátt og aðferðarfræði markaðsfræðinnar.

Í bókinni er fjöldi dæmisagna af íslenskum fyrirtækjum sem gert hafa athyglisverða hluti í markaðsmálum á síðustu misserum og staðið sig vel í harðri samkeppni. Efni bókarinnar skiptist í sex meginhluta: Faglegt markaðsstarf, Markaðsumhverfið, Kauphegðun, Hvað á að selja, Tól og tæki markaðsmannsins og Horft til framtíðar.

Sigur í samkeppni kom fyrst út árið 1993 en birtist hér í aukinni og endurskoðaðri útgáfu.

Bogi Þór Siguroddsson er rekstrarhagfræðingur með MBA-próf frá Rutgers Graduate School of management í New Jersey í Bandaríkjunum. Hann hefur starfað að fjölbreyttum verkefnum á sviði markaðsmála, m.a. var hann formaður ÍMARK á árunum 1994-1998 og gegndi stöðu lektors í markaðsfræðum við Háskólann í Reykjavík 1998-1999.

Höfundur: Bogi Þór Siguroddsson
Útgefandi: Forlagið